Persónuvernd hefur úrskurðað í máli vegna kvörtunar yfir eftirlitsmyndavélum í fjöleignarhúsi en lagt var fyrir ábyrgðaraðilana að stöðva vöktunina og eyða öllu uppteknu efni.
Samkvæmt úrskurðinum sýndu ábyrgðaraðilar ekki fram á nauðsyn vöktunarinnar og var það því niðurstaða Persónuverndar að vöktunin samrýmdist ekki lögum.
Kvartað var yfir að sameign og séreign kvartanda hefðu verið vaktaðar án samþykkis en einnig yfir að vöktunin tæki jafnframt til almannarýmis. Þá var kvartað yfir því að merkingum vegna hinnar rafrænu vöktunar hefði verið áfátt.
Eigendur eftirlitsmyndavélanna sögðu tilganginn hafa verið að sýna fram á að kvartandi færi ekki eftir samningi þeirra um afnot af sameign og að hundur hans gerði þarfir sínar á lóð og útidyratröppur þeirra.
Persónuvernd setur skilyrði að ábyrgðaraðili skuli senda staðfestingu á að farið hafi verið eftir fyrirmælum. Ef ekki skal aðilinn sæta dagsektum en sektir geta numið allt að 200.000 krónur fyrir hvern dag sem líður eða byrjar að líða án þess að fyrirmælunum sé fylgt.