Bólusett í höllinni í síðasta skiptið í dag

Röð við Laugardalshöll vegna bólusettningar.
Röð við Laugardalshöll vegna bólusettningar. mbl.is/Árni Sæberg

Örtröð var við Laugardalshöllina í gær, þegar margir mættu þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í bólusetningu, þar á meðal fólk búsett erlendis sem þurfti að skrá sérstaklega inn í kerfið. Fólk í sóttkví fékk bólusetningu út í bílana sína og mynduðust biðraðir. Gert er ráð fyrir að í dag verði síðasti bólusetningardagurinn í höllinni. 

Búið er að bólusetja 90% þeirra sem eru 16 ára eða eldri, en þeir sem ekki hafa sinnt því að mæta í bólusetningu verða ekki eltir uppi sérstaklega. Búist er við bólusetningardegi í minni kantinum en 1.700 manns fá seinni skammtinn af bóluefni Moderna og 2.000 manns hafa verið boðaðir í seinni skammt af bóluefni AstraZeneca.

Í lok dags voru um 75 skammtar eftir en þar sem starfsfólkið vildi ekki sjá þá fara til spillis var farið með skammtana út í skemmtiferðaskipið Viking Jupiter sem lá við festar í Reykjavíkurhöfn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að til skoðunar sé að bjóða landsmönnum upp á þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer eins og Ísraelar hafa tekið ákvörðun um að gera og er til skoðunar í fleiri löndum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert