Ingó fái „ekki krónu með gati“

Sindri segist hafa notað „óheflað mál af ásettu ráði“ enda …
Sindri segist hafa notað „óheflað mál af ásettu ráði“ enda hafi honum ekki fundist ástæða til þess að „sykurhúða málefnið“ eða „tala undir rós“ í umræðu sem skapaðist vegna meintra kynferðisbrota og kynferðislegar áreitni Ingólfs. Ljósmynd/Samsett

Sindri Þór Sigríðarsson Hilmarsson ætlar ekki að greiða Ingólfi Þórarinssyni, betur þekktum sem Ingó veðurguð, „krónu með gati“. Hann muni frekar mæta í dómssal en að verða við kröfum Ingólfs. Þetta tilkynnti hann á facebooksíðu sinni í kvöld.

Hann segist þar hafa notað „óheflað mál af ásettu ráði“ enda hafi honum ekki fundis ástæða til þess að „sykurhúða málefnið“ eða „tala undir rós“ í umræðu sem skapaðist vegna meintra kynferðisbrota og kynferðislegar áreitni Ingólfs.

Hóf tístþráð um tónlistarmann

Hann segist einnig gruna að Ingólfi hafi „ekki síður sviðið“ undan þeirri umræðu sem Sindri hóf á samskiptamiðlinum Twitter fyrir tæpum tveimur vikum með tístþræði þar sem hann hvatti fólk til þess að deila því hvenær það heyrði fyrst að „(ungar) stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum ónefndum tónlistarmanni“.

„Þar tjáðu sig tugir ofan á tugir fólks, aðallega konur sem lýstu því hvernig þær höfðu á sínum yngri árum verið gagngert varaðar við Ingólfi og hans hegðun,“ segir Sindri um þráðinn. „Allt tjáir þetta fólk sig undir nafni og fyrir allra augum.“

Tístþráðurinn sem um ræðir:

Ingólfur bæti sér upp auraleysið annarstaðar

Sindri segist ekki ætla að verða við kröfum Ingólfs. Hann hafi lært að rífa kjaft áður en hann lærði að tala og því gleðji það hann „ómælanlega“ að vera látinn standa í dómssal vegna einhvers sem hann standi heilshugar við og í baráttu sem hann verði ævinlega stoltur af að hafa ljáð krafta sína.

„Ég er hræddur um að Ingólfur verði að bæta sér upp auraleysið annarsstaðar en í mínum vösum. Hjá mér fær hann ekki krónu með gati.“

Færsla Sindra í heild:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka