Markaður á siglingu

Gríðarlegar hækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn frá upphafi kórónuveirufaraldurins. Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson Capital, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segjast bjartsýnir á áframhaldandi vöxt og viðgang markaðarins.

Snorri segir að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðinum hérlendis hafi stuðlað að þessum miklu hækkunum. Fólk sé byrjað að horfa á hlutabréf sem hagkvæmt sparnaðarform þar sem raunávöxtun á bankabókum og á skuldabréfamarkaði er neikvæð. Meðalávöxtun hlutabréfa á aðalmarkaði er 72,6% síðan 2. mars á síðasta ári, sem var fyrsti dagurinn í Kauphöllinni eftir að fyrsta staðfesta smitið greindist innanlands. Hlutabréf Eimskips, Kviku og Símans hafa hækkað en bréf Eimskips hækkuðu um 190,3% á tímabilinu.

Magnús segir markaðinn enn móttækilegan fyrir fleiri hlutafjárútboðum og segir útboð síðustu mánaða hafa heppnast gríðarlega vel.

Snorri segir að íslenski markaðurinn síðustu tvö ár hafi verið undirverðlagður. Magnús og Snorri segja þó varhugavert að búast við að hlutabréf hækki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert