Mikið gengið á við gosstöðvarnar

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið hef­ur gengið á við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­döl­um síðasta sól­ar­hring­inn. 

Fram kem­ur á face­booksíðu Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands að mik­il og reglu­bund­in gos­virkni hafi verið síðustu daga og tölu­vert hraun runnið niður í Mera­dali. 

At­hygli hef­ur vakið að klett­ur í norðaust­an­verðum gígn­um hef­ur dúað upp og niður síðustu daga. Klett­ur­inn virðist hafa brotnað frá gígn­um en ekki runnið frá hon­um. Þrýst­ing­ur frá hrauntjörn­inni hef­ur síðan lyft bjarg­inu upp og niður, eft­ir því hversu hátt hef­ur staðið í henni. 

Þá hef­ur yf­ir­borð hrauntjarn­ar­inn­ar breyst ansi hratt í gos­hrin­un­um, sem hafa verið síðan 10. júlí líkt og á fyrri stig­um goss­ins, og hef­ur klett­ur­inn því farið upp og aft­ur niður á 3-5 mín­út­um í ein­hver skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert