Sjö sækja um stöðu forstjóra

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjö hafa sótt um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. september.

Umsóknarfrestur rann út hinn 12. júlí og eru umsækjendur eftirfarandi:

  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur.
  • Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs sjúkrahússins.
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. 
  • Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. 
  • Kristinn V. Blöndal, ráðgjafi.
  • Linda Rut Benediktsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra. 
  • Suren Kanayan, læknir.

Hæfni umsækjenda verður nú metin af þriggja manna hæfisnefnd og heilbrigðisráðherra mun svo skipa í stöðu forstjóra að því mati loknu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert