Svífandi göngustígar ný lausn í viðkvæmu landslagi

Fyrstu stígar Birgis og félaga voru settir upp í Hveradölum.
Fyrstu stígar Birgis og félaga voru settir upp í Hveradölum.

Svifstígar eru ný lausn fyrir viðkvæmt landslag þar sem þörf er á góðu aðgengi. Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt segir að verkefnið sé samvinna hans og belgísks brúarverkfræðings.

Stígarnir eru komnir í notkun í Hveradölum við Hengil. Fyrstu einingarnar voru settar upp fyrir þremur árum og Birgir segir ekkert farið að sjá á þeim, kosturinn við svifstígana sé að þegar að þeir eru teknir burt, sjái engin ummerki á umhverfinu eftir þá.

Þeir hafa unnið að verkefninu í fjögur ár, en undanfarin ár hafi farið í að þróa vöruna. Sett var upp vefsíðan hoveringtrails.com.

„Við gerðum frumgerð og leituðum síðan að göllum og þróuðum vöruna áfram. Nú er varan loks fullþróuð með handriðum, lýsingu og öllu sem þarf,“ segir Birgir.

Hann segir stígana einfalda í uppsetningu, hægt sé að setja þá upp sjálfur, kjósi viðskiptavinur að gera það. „Við notumst við jarðvegsskrúfur sem eru með stillanlegum fótum sem hægt er að stilla eftir halla landslagsins og svo framvegis. Síðan eru pallarnir bara settir ofan á.“

Birgir ítrekar að ekki sé um bráðabirgðalausn að ræða heldur lausn til framtíðar, endingarbetra en t.d. malbik. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert