Gosóróinn farinn upp og gígurinn að fyllast

„í síðasta skiptið var byrjað að fyllast vel upp í …
„í síðasta skiptið var byrjað að fyllast vel upp í gígnum sjálfum en það er ekki byrjað að flæða út úr gígnum og niður í Merardali ennþá.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Óróinn byrjaði að fara upp aftur um 10 leytið,“ segir Bjarki Kaldalón Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Þyrluflugmaður hafi einnig séð rauðglóandi hraun niðri í gígnum.

„Það er auðvitað lélegt skyggni þarna núna,“ segir Bjarki en flugmaðurinn hefur flogið fram hjá gígnum í nokkur skipti í dag og séð glóð í hvert skipti.

„í síðasta skiptið var byrjað að fyllast vel upp í gígnum sjálfum en það er ekki byrjað að flæða út úr gígnum og niður í Merardali ennþá.“

Upp og niður

Erfitt sé að segja til um hvað muni gerast nú.

„Það skýrist líklegast í dag eða næstu daga,“ segir Bjarki og bætir við að líklegast sé eitthvað að gerast nú þegar óróinn er farinn upp.

„Þetta eldgos er nú búið að vera upp og niður og allt mögulegt.“

Beint streymi frá gosinu:

Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag.
Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag. Aðsend/Jón K. Björnsson
Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag.
Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag. Aðsend/Jón K. Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert