Gosóróinn farinn upp og gígurinn að fyllast

„í síðasta skiptið var byrjað að fyllast vel upp í …
„í síðasta skiptið var byrjað að fyllast vel upp í gígnum sjálfum en það er ekki byrjað að flæða út úr gígnum og niður í Merardali ennþá.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Óró­inn byrjaði að fara upp aft­ur um 10 leytið,“ seg­ir Bjarki Kaldalón Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Þyrluflugmaður hafi einnig séð rauðgló­andi hraun niðri í gígn­um.

„Það er auðvitað lé­legt skyggni þarna núna,“ seg­ir Bjarki en flugmaður­inn hef­ur flogið fram hjá gígn­um í nokk­ur skipti í dag og séð glóð í hvert skipti.

„í síðasta skiptið var byrjað að fyll­ast vel upp í gígn­um sjálf­um en það er ekki byrjað að flæða út úr gígn­um og niður í Mer­ar­dali ennþá.“

Upp og niður

Erfitt sé að segja til um hvað muni ger­ast nú.

„Það skýrist lík­leg­ast í dag eða næstu daga,“ seg­ir Bjarki og bæt­ir við að lík­leg­ast sé eitt­hvað að ger­ast nú þegar óró­inn er far­inn upp.

„Þetta eld­gos er nú búið að vera upp og niður og allt mögu­legt.“

Beint streymi frá gos­inu:

Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag.
Mynd­ir sem náðust úr þyrluflugi í dag. Aðsend/​Jón K. Björns­son
Myndir sem náðust úr þyrluflugi í dag.
Mynd­ir sem náðust úr þyrluflugi í dag. Aðsend/​Jón K. Björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert