Hraun rennur taktfast niður í Meradali

Vefmyndavél mbl.is var færð á nýjan stað í gær. Lukkulega …
Vefmyndavél mbl.is var færð á nýjan stað í gær. Lukkulega mætti segja, enda sjónarspilið á nýrri staðsetningu magnað. mbl.is

Eft­ir eins og hálfs­dags frí tók eld­gosið í Geld­inga­döl­um held­ur bet­ur við sér í dag. Gosóró­inn jókst og tók al­menni­lega við sér upp úr klukk­an tíu í morg­un. Það var svo seinni part­inn í dag að sjá mátti á vef­mynda­vél mbl.is að hraunið tók að renna á ný úr gígn­um.

Um var að ræða mikið sjón­arspil en hraunið spýtt­ist á ný í all­ar átt­ir og rann síðan inn í Mera­dali.

Hraun­flæðismæl­ing­ar fara al­mennt fram með þeim hætti að flogið er yfir svæðið og mælt úr lofti. Vegna tölu­verðrar þoku und­an­farna daga hef­ur lítið verið hægt að mæla. Flug­vél á veg­um Veður­stof­unn­ar flaug nokkr­um sinn­um yfir svæðið í dag og mátti sjá að gíg­ur­inn var að fyll­ast.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á vakt Veður­stof­unn­ar að ætla megi að hraun­flæðið sé um tíu rúm­metr­ar á sek­úndu. Erfitt er að spá fyr­ir um fram­haldið, líkt og verið hef­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert