Sjö slasaðir eftir bílslys við Námaskarð

Slysið varð í nágrenni við Námaskarð.
Slysið varð í nágrenni við Námaskarð. mbl.is

Sjö hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri eftir að tveir bílar skullu saman skammt austan við Námaskarð. Ekki er vitað um ástand ökumanna og farþega en betur fór en á horfðist. 

Þetta segir Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Tafir urðu á umferð á svæðinu vegna slyssins og greip Vegagerðin til lokana í kjölfarið en umferðin er aftur að fara í gang að sögn Jóns.

Uppfært 17:27:

Búið er að opna veginn að nýju.

Miklar raðir mynduðust við veginn.
Miklar raðir mynduðust við veginn. Ljósmynd/Aðsend
Miklar raðir mynduðust við veginn.
Miklar raðir mynduðust við veginn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert