Kórónuveirusmit greindist í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter í dag. Ekki er vitað hvort sá smitaði hafi farið frá borði en skipið kom til Akureyrar í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Akureyri.net greindi fyrst frá. Engum verður hleypt í land á Akureyri en um 900 manns, bæði ferðamenn og áhöfn, eru um borð í skipinu.
Nú stendur yfir rakning bæði innan skipsins og utan þess. Þeir sem þykja hafa verið útsettir fyrir smiti verða sendir í sóttkví og skimun.
75 bóluefnaskammtar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fóru um borð í Viking Jupiter á þriðjudaginn.