Allt að 23 stiga hiti

Veðurblíðan nýtt síðasta sumar.
Veðurblíðan nýtt síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búast má við fremur rólegri vestlægri átt í dag og verður yfirleitt skýjað með köflum. Lágskýjað verður og dálítil súld í borginni, lítilsháttar skúrir norðan- og austanlands en léttir síðan víða til eftir hádegi. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að seinnipartinn hvessi á Vestfjörðum og syðst á landinu. 

Áfram verður víða bjart á morgun en skýjað að mestu og smá væta vestantil. Hiti verður 10 til 23 stig, hlýjast á Suðausturlandi og í innsveitum fyrir austan. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en skýjað með köflum V-til og smá væta þar. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast A-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestan 8-15 m/s og dálítil væta á V-verðu landinu, en léttskýjað eystra. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir austan.

Á fimmtudag:
Suðvestanátt og dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla A-lands og áfram hlýindi.

Á föstudag:
Útlit fyrir fremur hæga vestlæga eða suðvestlæga átt og svipað veður og dagana á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert