Ber að ofan vísað upp úr Sky Lagoon

Himnalónið á Kársnesi.
Himnalónið á Kársnesi. Eggert Jóhannesson

Ungri íslenskri konu var vísað upp úr Sky Lagoon á Kársnesi fyrir að vera ber að ofan. Frá þessu greinir hún sjálf á facebooksíðu sinni í dag. 

Konan, Diljá Sigurðardóttir, segir í færslunni að hún hafi verið í lóninu með kærasta sínum þar sem þau hafi verið að halda upp á tveggja ára sambandsafmæli. Hún hafi kynnt sér skilmála staðarins þar sem fram kom að gestir þyrftu að vera í sundfötum, sem hún taldi sig vissulega vera í. 

„Ég var ekki í topp, en það stendur heldur ekkert um að neinir gestir þurfi að vera í topp. Ekki var Franz í topp.

Eftir sirka hálftíma kemur starfsmaður upp að okkur og segir mér að ég þurfi að vera í bikinítopp. Ég segi honum að það sé ekkert sem standi um það í skilmálunum, plús að það stangist á við lög á mismuna fólki eftir kyni,“ segir í færslu Diljár. 

Segir hún að framkvæmdastjóri Sky Lagoon hafi verið sótt og hún tjáð sér að hún þyrfti að vera í topp ellegar yrði henni fylgt upp úr lóninu af starfsmönnum.  

Diljá lýsir því að hún hafi brostið í grát og liðið eins blautum hundi sem hafi verið sigað á dyr og fundið fyrir niðurlægingu. 

Uppfært: Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, kveðst ekki hafa verið kölluð til heldur hafi vaktstjóri rætt við Diljá. 

Sjá má færslu Diljár í heild sinni hér:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert