Eftirspurn að utan

Nýjar íbúðir á Austurhöfn við Hörpu.
Nýjar íbúðir á Austurhöfn við Hörpu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Um fimmti hver kaupandi lúxusíbúða við Austurhöfn er erlendur. Sumir hafi tengingu við Ísland en aðrir hyggjast dvelja hér í fríum.

Gunnar Thoroddsen, eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir búið að selja íbúðir á Austurhöfn fyrir tæplega fjóra milljarða króna. Íbúðirnar séu að seljast hraðar en áætlað var.

Meðal annars var þakíbúð, sem snýr að Hörpu og höfuðstöðvum Landsbankans, seld á 295 milljónir en hún er um 200 fermetrar. Hún er því ein dýrasta íbúðin sem selst hefur í sögu miðborgarinnar.

Gunnar segir verðhækkanir á fasteignum, lága vexti og skort á íbúðum hafa örvað söluna.

Verð á lúxusíbúðum á uppleið

Fasteignamarkaðurinn hefur verið á hreyfingu og hafa t.d. selst nýjar þakíbúðir á Kársnesi fyrir vel á annað hundrað milljónir króna.

Almennt hefur markaðurinn með íbúðir sem kosta 100-200 milljónir stækkað og hefur það sett íbúðirnar á Austurhöfn í nýtt samhengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert