Gosóróinn dottinn niður á ný

Eldgosið á Reykjanesskaga.
Eldgosið á Reykjanesskaga. mbl.is/Árni Sæberg

„Óró­inn datt aft­ur niður skömmu fyr­ir klukk­an fimm seinni part­inn í dag og hef­ur hald­ist frek­ar lág­ur í dag,“ seg­ir Ein­ar Bessi Gests­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á vakt hjá Veður­stofu Íslands, um gosóró­ann und­ir Fagra­dals­fjalli og eld­gosið á Reykja­nesskaga. 

Hann seg­ir sér­fræðinga Veður­stof­unn­ar ekki verða vara við flæði eins og staðan er núna en vont skyggni er á gosstöðvun­um sem stend­ur svo erfitt sé að segja til um ná­kvæm­lega hvað sé í gangi.

Aðspurður hvað þess­ar miklu sveifl­ur í gosóró­an­um geti sagt okk­ur seg­ir Ein­ar Bessi að talið sé að það teng­ist aðstæðum efst í gos­rás­inni, efstu hundrað metr­un­um. 

„Gæti verið smá stífla sem hraunið þarf að vinna sig í gegn­um eða álíka. Það er erfitt að segja til um það,“ seg­ir Ein­ar Bessi.

Óróagraf undir Fagradalsfjalli síðustu tíu daga. Mikið litað svæði merkir …
Óróa­graf und­ir Fagra­dals­fjalli síðustu tíu daga. Mikið litað svæði merk­ir mik­inn óróa. Mynd/​Veður­stofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert