Eldur í öðru hjólhýsi

Eldur í hjólhýsi á Vesturlandvegi.
Eldur í hjólhýsi á Vesturlandvegi. Ljósmynd/Ari

Eldur logaði í hjólhýsi á Vesturlandsvegi fyrr í kvöld en hjólhýsið var þar í vegkanti. Þetta er annar bruninn í hjólhýsi sem tilkynnt hefur verið um til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í dag. 

Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla á vettvang, til að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn, líkt og í brunannum í Kópavogi fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert