Hjólhýsi brann til grunna

Mikinn reyk lagði af brunanum.
Mikinn reyk lagði af brunanum. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi laust eftir klukkan 17 í dag. 

Mikinn reyk lagði yfir stórt svæði og mátt sjá reykjarmökk víða að.

Tveir slökkvibílar fóru á vettvang og ráða nú niðurlögum eldsins. 

Enn er verið að róta í glæðum að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra á vakt hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

„Þetta var hjólhýsi sem brann til kaldra kola. Við erum að klára að slökkva algjörlega í glæðunum svo að þetta komi ekki upp aftur. Svo ætlum við bara að koma okkur heim,“ segir Stefán í samtali við mbl.is. 

Hann segir að ekki hafi leikið mikil hætta á útbreiðslu eldsins þar sem hann kom upp á stóru opnu iðnaðarsvæði. 

Aðspurður segir Stefán að slökkvistarfið hafi gengið vel en tekið hafi hátt í klukkutíma að slökkva og ganga frá glæðum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frá brunanum á Smiðjuvegi.
Frá brunanum á Smiðjuvegi. Ljósmynd/Aðsend
Frá Smiðjuvegi rétt í þessu.
Frá Smiðjuvegi rétt í þessu. Ljósmynd/Einar
Reykinn mátti sjá víða.
Reykinn mátti sjá víða. Ljósmynd/Aðsend
Frá Smiðjuvegi.
Frá Smiðjuvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá Smiðjuvegi.
Frá Smiðjuvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá Smiðjuvegi.
Frá Smiðjuvegi. Ljósmynd/Einar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert