Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, bendir á að hinn almenni launþegi virðist ekki skilja að gjöld sem lögð eru á vinnuveitendur skerða í reynd hlut launþegans. Af kostnaði vinnuveitanda við starfsmann á meðallaunum rata aðeins 56% í vasa starfsmannsins.
Skafti gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um að lögfesta hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð og hann grunar Reykjavíkurborg um að stýra lóðaframboði vísvitandi með þeim hætti að skattstofn fasteignagjalda hækkar ár frá ári.