Veðurstofa Íslands ítrekar ábendingar vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu, en nokkuð há gildi brennisteinsdíoxíðs og súlfatagna hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og uppi í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu.
Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeim sem eru viðkvæmir er ráðlagt að fara varlega og foreldrum er ráðlagt að láta ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa mengunarinnar gætt þegar fólk erfiðar utandyra í gosmóðu.
Veðurstofunni hafa borist ábendingar um gosmóðu á Suðurlandi og austur í Hreppum þar sem fólk finni fyrir áhrifum eldgossins.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni gæti gosmóðan legið áfram yfir höfuðborginni á morgun en ætti að færast burt seint á miðvikudag eða fimmtudag þegar vindátt breytist.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru eftirfarandi ráðleggingar birtar: