Veðurstofan mælir ekki með því að heilbrigt fólk á höfuðborgarsvæðinu stundi mikla áreynslu utandyra, til dæmis langhlaup. Er það vegna loftmengunar frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Af þeim sökum segir Veðurstofan sömuleiðis ekki ráðlegt að láta ungabörn á svæðinu sofa úti í vagni.
Þetta kemur fram í færslu Veðurstofunnar á Facebook.
„Síðan eldgosið í Geldingadölum hófst hefur reglulega mælst nokkur gosmengun, sérstaklega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Sú gosmengun hefur hingað til að mestu verið af völdum brennisteinsdíoxíðs (SO2) og hafa leiðbeiningar til almennings því verið settar fram í því sem hefur verið kallað SO2 skammtímatafla. Þar hafa verið settar fram leiðbeiningar til almennings um viðbrögð við mismunandi háum toppum af SO2. Þær leiðbeiningar hafa miðað við útsetningu í 10 mínútur. Hingað til hafa þær leiðbeiningar dugað vel því háir toppar hafa venjulega staðið stutt yfir.“
Síðan í gær hefur gosmóðan verið viðvarandi á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar sunnan- og vestanlands. Er um að ræða lengsta samfellda mengunartímabilið með þetta háum toppum síðan eldgosið hófst.
„Í gosmóðunni er ekki aðeins brennisteinsdíoxíð (SO2) á gasformi heldur einnig súlfatagnir (SO4) sem mælast á svifryksmælum. Þegar bæði SO2 og SO4 eru til staðar og þegar mengunartoppar vara klukkustundum saman má búast má við að fólk geti fundið fyrir meiri einkennum heldur en lýst er í SO2 töflunni. Þetta eru EKKI það há gildi að öllum almenningi sé ráðlagt að halda sig innandyra.“
Veðurstofan setur fram eftirfarandi ráðleggingar: