Hitabylgja á Austurlandi

Kátt á hjalla.
Kátt á hjalla. Mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Ekkert lát virðist vera á hitabylgjunni sem geisað hefur á Fljótsdalshéraði síðustu daga. Í gær fór hitinn hæst í 26,7 gráður á Hallormsstað.

Fólk hefur notið veðursins og margir hafa kælt sig í ám og vötnum, m.a. í Atlavík. Árbakkarnir í raun farnir að minna á sólarstrendur á suðrænni slóðum. Þá hafa sumir tekið upp á því að stökkva í Eyvindará hjá Egilsstöðum, eftir að minnka tók í ánni í kjölfar leysinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert