Rúmenski maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana er kominn til landsins. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is
DV greindi fyrst frá en Margeir vildi ekki tjá sig um málið eða hvernig maðurinn hefði komist frá landinu eða til þess.
Maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en dómstólar féllust ekki á kröfu lögreglu um framlengingu þess og því var hann úrskurðaður í farbann. Talið var að maðurinn hefði útvegað sér nýtt vegabréf. „Þó við tökum vegabréfin getur þú ferðast án þeirra innan Schengen, þótt það eigi ekki við í þessu tilfelli,“ sagði Margeir í samtali við mbl.is fyrir helgi.