Skortur er á bílum hjá bílaleigum landsins. Tafir hafa orðið á afhendingu nýrra bíla vegna kórónuveirufaraldursins. Þessar tafir hafa komið sérstaklega illa við bílaleigur landsins.
„Það er hörgull á nýjum bílum. Afgreiðslufrestur á þeim hefur lengst og umboðin fá ekki allar þær pantanir sem þau vilja,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. „Sumir fengu bíla í síðustu viku en ég held að umboðin séu almennt að fá færri bíla en þau gætu selt og afhent á þessum tíma ársins.“