Gylfi sakaður um brot gegn barni

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton. AFP

Gylfi Sig­urðsson, leikmaður Evert­on og ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu, er sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is til rann­sókn­ar lög­reglu í Manchester á Englandi vegna meints brots gegn barni.

Gylfi hef­ur ekki verið nafn­greind­ur í bresk­um fjöl­miðlum, en þar hef­ur þó komið fram að um­rædd­ur leikmaður Evert­on sé kvænt­ur, 31 árs og spili reglu­lega með sínu landsliði. Tekið er fram að viðkom­andi sé ekki nafn­greind­ur sök­um laga­legra ástæðna.

Sett­ur í bann vegna rann­sókn­ar

Æfinga­leik­ur fór fram hjá fé­lag­inu um liðna helgi. Gylfi lék ekki með liðinu og var ekki á lista yfir leik­menn liðsins.

Evert­on staðfesti í gær­kvöldi að leikmaður úr aðalliði fé­lags­ins hefði verið sett­ur í bann vegna lög­reglu­rann­sókn­ar.

Í til­kynn­ing­u fé­lags­ins sagði: „Fé­lagið mun halda áfram að aðstoða yf­ir­völd við þeirra rann­sókn og mun ekki gefa neitt frek­ar út að sinni.“

Eins og greint var frá í gær var leikmaður Evert­on hand­tek­inn á föstu­dag og síðan lát­inn laus gegn trygg­ingu. Hús­leit hafi verið gerð heima hjá leik­mann­in­um fyrr í mánuðinum og hald lagt á hluti ásamt því að leikmaður­inn var yf­ir­heyrður.

Ekki náðist í Gylfa við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert