Líklega þurfi að ræða markaðsefni með Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er andlit State Energy.
Gylfi Þór Sigurðsson er andlit State Energy. mbl.is/Baldur Arnarson

Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Sigurður Reynaldsson, segir að líklega komi til þess að ræða þurfi útstillingar í verslunum Hagkaupa sem skarta myndum af Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni. 

Eins og greint var frá á mbl.is í dag hefur Gylfi verið borinn þeim sökum að hafa brotið gegn barni og er til rannsóknar lögreglu í Manchester vegna málsins.

Gylfi er andlit drykkjarins State Energy, sem fæst í Hagkaupum. Sigurður Reynaldsson segir að verið sé að fylgjast með fréttum og miðað við í hvað stefni þurfi líklega að ræða útstillingu State Energy í verslunum. 

„Við erum að fylgjast með fréttum,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

„En það er nokkuð ljóst að ef fréttir staðfesta það sem er í pípunum, þá munum við að sjálfsögðu skoða málið.“

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. Ljósmynd/Aðsend

Stendur á Hagkaupum að fjarlægja útstillingar

Sigurður segir að það sé á forræði Hagkaupa að útfæra hvers kyns útstillingar í verslunum fyrirtækisins. Það sé því forsvarsmanna Hagkaupa að stýra því hvað verði gert, hvort markaðsefni State Energy verði fjarlægt eða útstillingar framleiðandans. 

„Það er bara hjá okkur. Við vinnum auðvitað allar samsetningar í okkar verslunum í samstarfi við framleiðanda og innflytjendur. Ef þetta mál endar eins og margt bendir til, að þá grunar mig að þetta gerist nú svolítið af sjálfu sér bara,“ segir Sigurður. 

Hann segist ekki hafa verið í sambandi við forsvarsmenn State Energy vegna málsins. 

„Við tökum bara ákvarðanir þegar rétti tíminn er til þess og fylgjumst með málinu,“ segir Sigurður að lokum.

Uppfært:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert