Óeining um aðgerðir

Með aðgerðunum, sem taka gildi 26. júlí nk., verður erfiðara …
Með aðgerðunum, sem taka gildi 26. júlí nk., verður erfiðara fyrir þá sem eru bólusettir gegn Covid-19 að komast til landsins en áður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágrein­ing­ur var við rík­is­stjórn­ar­borðið um eðli og um­fang sótt­varnaaðgerðanna sem þar voru til um­fjöll­un­ar í gær. Sjálf­stæðis­menn töldu til­lög­ur heil­brigðisráðherra ganga of langt en sögðu að mót­bár­ur þeirra hefðu þó haft þær af­leiðing­ar að til mild­ari aðgerða hefði verið gripið en lagt var upp með. Meðal þing­manna flokks­ins gæt­ir þó efa­semda um þær, þá helst að sýnt sé að þær ráðstaf­an­ir sem nú er verið að grípa til hafi þau sér­tæku áhrif sem ætl­un­in er.

Ekki síst voru það þó orð Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra í viðtali við Rík­is­út­varpið sem fóru fyr­ir brjóstið á sjálf­stæðismönn­um. „Sjálf­stæðis­menn hafa auðvitað komið fram með efa­semd­ir um ýms­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir, í raun frá upp­hafi far­ald­urs­ins,“ sagði heil­brigðisráðherra og bætti við að eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur í bar­áttu við kór­ónu­veiruna hefði náðst í and­stöðu þeirra.

„Kosn­inga­bar­átt­an er greini­lega haf­in,“ sagði einn þingmaður flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið og taldi um­mæl­in ekki til þess fall­in að auka sam­heldni inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar eða ein­ingu um sótt­varnaaðgerðir. „Mark­miðið með þess­um orðum henn­ar er öll­um ljóst,“ sagði ann­ar þingmaður og sagði viðbrögðin inn­an þing­flokks­ins mis­jöfn.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra tel­ur ekki þörf á íþyngj­andi aðgerðum vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi. Heil­brigðisráðherra og for­sæt­is­ráðherra telja að þær aðgerðir sem til­kynnt­ar voru í gær séu mild­ar. Áslaug seg­ir um að ræða þyngri kröf­ur en í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Í pistli sín­um í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Áslaug ekki hægt að koma í veg fyr­ir það að veir­an ber­ist hingað til lands og að lík­legt megi telj­ast að hún sé kom­in til að vera í ein­hverri mynd.

Aðgerðirn­ar von­brigði

Áslaug bend­ir á að hætt­an á að al­var­leg fjölda­veik­indi verði heil­brigðis­kerf­inu ofviða sé ekki leng­ur fyr­ir hendi miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar. Er það vegna út­breiddr­ar bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19.

Í sam­töl­um ráðherra við blaðamenn eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund­inn í gær mátti greina minni ein­ingu um sótt­varnaaðgerðir en áður. Bjarn­heiður Hall­dórs­dótt­ir, formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, sagði það von­brigði að grípa þyrfti til aðgerða og að ákveðins ósam­ræm­is gætti í aðgerðum og yf­ir­lýs­ing­um stjórn­valda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert