Alls greindust 56 smit kórónuveirunnar innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Átján voru í sóttkví við greiningu. 38 voru utan sóttkvíar.
Af þeim sem greindust í gær voru 43 fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá tveimur og 11 eru óbólusettir.
Eitt virkt smit greindist við landamærin og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einum.
Af innanlandssmitum greindust 49 smit í einkennasýnatöku og sjö í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Í gær voru tekin 1.581 sýni við einkannasýnatöku, 482 við landamæraskimun og 850 við sóttkvíar- og handahófsskimanir.
Alls greindust 38 smit innanlands í fyrradag og voru níu þeirra í sóttkví við greiningu. 24 voru fullbólusettir, bólusetning var hafin hjá fimm og 9 voru óbólusettir.
Nú eru alls 223 í einangrun, 538 í sóttkví og 1.105 í skimunarsóttkví.
Fréttin hefur verið uppfærð.