Liðsfélagi Gylfa öskuillur

Samsett mynd

Fabi­an Delph, liðsfé­lagi Gylfa Þórs Sig­urðsson­ar hjá Evert­on, er að sögn The At­hletic öskuill­ur yfir því að fé­lagið hafi ekki greint frá því með skil­merki­legri hætti að hann væri ekki leikmaður­inn sem hefði verið hand­tek­inn vegna gruns um brot gegn ólögráða ein­stak­lingi. Heim­ild­ir mbl.is herma að Gylfi Þór sé um­rædd­ur leikmaður.

Delph og Gylfi eru einu 31 árs leik­menn liðsins en í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Manchester var greint frá því að sá grunaði væri 31 árs og kvænt­ur. Hvor­ug­ur þeirra flaug með liðinu til Banda­ríkj­anna á æf­inga­mót í síðustu viku en Evert­on hef­ur þegar greint frá því að Delph hafi verið í sótt­kví fyr­ir brott­för.

Gylfi sagður hafa ráðið ör­ygg­is­gæslu

Sam­kvæmt The At­hletic hef­ur Gylfi ráðið sér ör­ygg­is­gæslu vegna máls­ins, götu­blöðin The Sun og Daily Mail greindu ný­verið frá því að Evert­on hefði komið Gylfa fyr­ir í skjól­húsi með sól­ar­hrings­gæslu á meðan Al­ex­andra Ívars­dótt­ir, eig­in­kona hans, dvel­ur á Íslandi.

Fabi­an Delph á að vera öskuill­ur yfir því hvers lags stöðu Evert­on hefði komið hon­um og fjöl­skyldu hans í með til­kynn­ingu sinni. Hann ætli nú að hafa hljótt um sig þar til það sé al­gjör­lega ljóst að hann er ekki sá grunaði.

Erfið byrj­un fyr­ir nýja stjór­ann

Evert­on réð ný­lega nýj­an stjóra, Rafa­el Benítez í stað Car­lo Ancelotti, en fyrstu vik­urn­ar hans í starfi hafa verið erfiðar. Fé­lagið hef­ur neyðst til að rifa segl­in á sam­fé­lags­miðlum á meðan mál Gylfa er til rann­sókn­ar en iðulega reyna fé­lög­in að tefla fram glans­mynd af leik­manna­hópn­um á þess­um tíma árs áður er keppn­is­tíma­bilið hefst.

Breska götu­blaðið The Sun hef­ur greint frá erfiðri stemn­ingu inn­an leik­manna­hóps Evert­on eft­ir upp­götv­un­ina. Haft er eft­ir heim­ild­ar­manni þeirra inn­an Evert­on: „Liðsfé­lag­ar hans voru furðu lostn­ir, þeir höfðu ekki hug­mynd um málið fyrr en fé­lagið sagði þeim frá því. Sá hand­tekni er afar vin­sæll inn­an hóps­ins svo þeir eiga bágt með að trúa þessu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka