Ljúki ekki fyrr en faraldrinum lýkur alls staðar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sagði á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um ljúki ekki fyrr en hon­um ljúki um heim all­an. Hann hyggst skila minn­is­blaði til ráðherra um aðgerðir inn­an­lands í dag. 

78 smit greind­ust inn­an­lands í gær og voru 19 þeirra í sótt­kví. Útbreiðsla veirunn­ar inn­an­lands bend­ir til þess að virkni bólu­efna gegn Delta-af­brigði veirunn­ar sé minni en von­ast var til að sögn Þórólfs.

Fram kom í máli Þórólfs að vernd bólu­efna gegn smiti sé minni en talið var, þó að vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um sé tal­in vera 90%. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá Ísra­el bendi til þess að vernd bólu­efna gegn Delta-af­brigði veirunn­ar sé minni en talið hef­ur verið. 

Delta-af­brigðið sé í mik­illi sókn í flest­um lönd­um Evr­ópu og fjölg­un inn­lagna á sjúkra­hús. Þetta þýði að hér á landi gæt­um við séð út­breitt smit meðal bólu­settra og verði út­breiðslan nógu mik­il gæt­um við séð aukn­ingu í al­var­leg­um veik­ind­um og inn­lögn­um þó að um­rædd áhætta sé ekki vel þekkt. Hér á landi hafi tveir full­bólu­sett­ir þurft á inn­lögn að halda á síðastliðnum vik­um. Þá séu sex und­ir nánu eft­ir­liti Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans sem gætu þurft á inn­lögn að halda á næst­unni. 

Þórólf­ur sagði að ráðstaf­an­ir á landa­mær­un­um muni ein­ar og sér ekki duga til þess að hefta úr­breiðslu veirunn­ar inn­an­lands. Hann leggi því til aðgerðir inn­an­lands, en vildi ekki greina frá því til hvað aðgerða yrði gripið. Þar sé þó eðli­legt að nýta þá reynslu sem feng­ist hef­ur í far­aldr­in­um. 

Bólusett með bóluefni Moderna.
Bólu­sett með bólu­efni Moderna. AFP

Far­aldr­in­um hvergi nærri lokið

Þórólf­ur var á upp­lýs­inga­fund­in­um spurður hvert enda­mark­mið með aðgerðum inn­an­lands sé, fyrst grípa þurfi til aðgerða þrátt fyr­ir hátt hlut­fall bólu­settra. 

„Ég held að við þurf­um að horf­ast í augu við það að Covid lýk­ur ekki fyrr en því lýk­ur í öll­um heim­in­um. Við erum marg­bú­in að tyggja þetta en það er eins og menn telji það hér á Íslandi að það sé nóg að hefta út­breiðsluna hér og þá sé Covid lokið en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólf­ur og bætti við:

„Ef við ætl­um að hafa litl­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands þá þurf­um við að hafa góð tók á landa­mær­un­um. Ann­ars fáum við bara veiruna aft­ur inn og út­breiðslu. Við þurf­um að hafa það í huga. Hversu lengi við þurf­um að búa við það – ég held að það gæti verið, í ein­hverri mynd, í marga mánuði í viðbót.

Við þurf­um að reyna að koma því þannig fyr­ir að það verði sem minnst íþyngj­andi fyr­ir alla og við þurf­um virki­lega að horf­ast í augu við það að þetta er ekki bara ein­hver nokk­urra vikna bar­átta sem lýk­ur svo og við get­um tekið upp fyrra líf. Að mínu mati er óskyn­sam­legt að hugsa þannig. Þetta er lengri bar­átta en svo,“ sagði Þórólf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert