Kalla þurfti til lögreglu og öryggisverði þegar til rifrildis kom milli tveggja flugfarþega og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli, þegar farþegarnir gátu ekki framvísað neikvæðu PCR-prófi. Því var þeim óheimilt samkvæmt breskum reglum að fljúga til Bretlands.
Þetta staðfestir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins, í samtali við mbl.is. Málið leystist án frekari átaka að sögn Nadine en í heildina voru það fimm farþegar sem gátu ekki framvísað neikvæðu PCR-prófi.
Hópurinn var á leið í flug Play til Stansted í London á fjórða tímanum í dag en vélin fór í loftið og farþegahópurinn sem um ræðir varð eftir á Íslandi.
Vísir greindi fyrst frá.