Segir takmarkanir geta varað næstu árin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig framhaldið verður.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig framhaldið verður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki úti­lokað að tak­mark­an­ir muni vara að ein­hverju leyti næstu árin.

Spurður hvort eng­in skýr leið sé út úr far­aldr­in­um, nú þegar lagðar eru til aðgerðir þrátt fyr­ir bólu­setn­ing­ar, og hvort við gæt­um verið á leið í tak­mark­an­ir af og á næstu fimm, tíu eða fimmtán árin seg­ir hann:

„Það get­ur al­veg verið svo, það get­ur eng­inn sagt með vissu hvernig framtíðin verður. Það er það sem við höf­um alltaf verið að segja líka, að það er ekki fyr­ir­sjá­an­leiki í þessu. Það er ekk­ert nýtt og marg­ir kvarta yfir því að það sé ekki hægt að koma með fyr­ir­sjá­an­leika í aðgerðum og slíku en það er ekki hægt þegar veir­an er ófyr­ir­sjá­an­leg og það kem­ur eitt­hvað nýtt upp á sem breyt­ir því sem maður hélt fyr­ir ein­hverj­um mánuðum síðan.“

Fram kom á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna fyrr í dag að Þórólf­ur hyggst leggja minn­is­blað fyr­ir heil­brigðisráðherra um aðgerðir inn­an­lands til að hefta út­breiðslu veirunn­ar.

Þar sagði Þórólf­ur að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um ljúki ekki hér á landi fyrr en hon­um ljúki um heim all­an. Þá sagði hann vernd bólu­efna gegn smiti minni en talið var þó að vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um sé tal­in vera um 90 pró­sent.

Aðgerðir taki gildi eins fljótt og hægt er

Þórólf­ur tel­ur að aðgerðirn­ar sem hann legg­ur til ættu að taka gildi eins fljótt og hægt er. „Ég tel að ef menn ákveði sig um ákveðnar aðgerðir þá sé ekki eft­ir neinu að bíða. Þá held ég að menn eigi að láta það taka gildi eins fljótt og mögu­legt er,“ seg­ir hann.

Þá kom fram á upp­lýs­inga­fund­in­um að þeir sem bólu­sett­ir voru með Jans­sen muni fá aðra bólu­setn­ingu sem og þeir sem hafa ef til vill ekki svarað bólu­setn­ingu nægi­lega vel. Bólu­efni Pfizer verður lík­lega notað og seg­ir Þórólf­ur að nægt magn af því sé til á land­inu.

Virkni efna Jans­sen og Moderna óljós

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar benda til þess að bólu­efni Pfizer sé með tæp­lega 90 pró­sent virkni við veik­ind­um af völd­um veirunn­ar og bólu­efni Astra Zeneca tæp­lega 70 pró­sent.

Þórólf­ur seg­ir sams kon­ar upp­lýs­ing­ar ekki vera til staðar um bólu­efni Jans­sen og Moderna.

„Það eru færri rann­sókn­ir á bak við Jans­sen- og Moderna-bólu­efn­in. Ástæðan er kannski sú að þau eru bara miklu minna notuð. Rann­sókn­irn­ar eru mis­mun­andi upp­byggðar, sum­ar eru byggðar upp með lyf­leysu og svo bólu­efn­inu og aðrar eru að kanna áhrif­in af bólu­setn­ingu í þjóðfé­lag­inu. Þetta eru mis­mun­andi nálgan­ir og þess vegna eru niður­stöðurn­ar oft svo­lítið mis­mun­andi frá ein­staka lönd­um.

Ég held að það sé óhætt að segja það að flest­ar niður­stöðurn­ar benda til þess að þessi bólu­efni séu öll svona svipuð í grunn­inn, þótt það sé aðeins mun­ur á milli rann­sókna, og virkn­in gegn því að fólk taki smit sé kannski í kring­um 60 pró­sent. Það þýðir það að 40 pró­sent geta enn þá tekið smit.

Svo er virkn­in gegn al­var­leg­um veik­ind­um kannski um 90 pró­sent en þetta er bara breyti­legt og það eru líka að koma nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá Ísra­el um að virkn­in sé senni­lega eitt­hvað minni en þetta.“

Þá seg­ir hann að ekki liggi fyr­ir ít­ar­legri grein­ing á niður­stöðunum frá Ísra­el, svo sem um það hversu marg­ir voru bólu­sett­ir eða á hvaða aldri þeir sem veikt­ust al­var­lega voru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert