Takmarkanir gegn yngsta aldurshópnum

Heilbrigðisstofnanir grípa í taumana vegna vaxandi smitfjölda í samfélaginu.
Heilbrigðisstofnanir grípa í taumana vegna vaxandi smitfjölda í samfélaginu. mbl.is

Hjúkrunarheimili hafa komið á hertum reglum vegna fjölgun smita í samfélaginu og hafa Hrafnista og Droplaugarstaðir sett grímuskyldu fyrir gesti í ljósi stöðunnar.

Grundarheimilin hafa þá lýst því yfir að ekki sé ráðlegt að börn og ungmenni heimsæki aðstandendur sína nema viðkomandi sé nánasti aðstandandi. Þá verður starfsfólk að bera andlitsgrímu sé það í innan tveggja metra fjarlægð við heimilisfólk lengur en 15 mínútur.


Hrafnista hefur sett svipaða reglu og mega gestir á aldrinum 0-30 ára ekki koma í heimsókn, þar sem börn eru flest ekki bólusett og flest smit greinist hjá fólki á aldrinum 18-29 ára.

Á Droplaugastaði mega óbólusettir ekki koma í heimsókn né þeir sem eru undir 18 ára aldri.
Allar stofnanirnar setja skilyrði um að gestir nýti ekki sameiginleg rými og gæti fyllstu varkárni við komu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert