Um fjörutíu til fimmtíu manns mættu á minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna í minningarlundinum í Vatnsmýri í dag og minntust þeirra 77 sem létust í hryðjuverkaárás í Ósló og Útey fyrir tíu árum.
Gengið var frá Norræna húsinu að minningarlundinum klukkan hálffimm í dag og fluttu Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, og Sigrún Skaftadóttir, fyrrum alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna, erindi.
Í kjölfar athafnarinnar verður kvikmyndin Utøya 22. juli sýnd í Bíó Paradís í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkunum og opnar húsið klukkan 18. Aud Lise setur athöfnina ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum að í dag minnist þeir þeirra 77 sem létust fyrir 10 árum í árás sem beindist sérstaklega gegn ungu fólki og ungliðahreyfingu verkamannaflokksins. „Hryðjuverkin voru árás á frelsið og því megum við aldrei gleyma,“ segir þar.