Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis halda upplýsingafund klukkan 11 í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, munu fara yfir stöðu faraldursins og þróun hans síðustu daga en smitum hefur fjölgað mjög að undanförnu.
78 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Í fyrradag greindust 56 smit innanlands sem var mesti fjöldi smita sem greinst hefur á árinu.
Hér að neðan er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi: