Útihátíðir í hættu

Þjóðhátíð í eyjum.
Þjóðhátíð í eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að eftir viðburði eins og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, þar sem þúsundir koma saman, gætu greinst hundruð eða þúsundir kórónuveirusmita. Hann segir ekki þurfa nema einn smitaðan einstakling til þess að koma af stað ansi mikilli útbreiðslu veirunnar á viðburði eins og Þjóðhátíð. 56 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þórólfur segir að tillögur að sóttvarnaaðgerðum innanlands séu í skoðun.

80 reyna að losa sig við miða

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina ennþá stefna að því að halda eðlilega Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum. Um 80 hátíðarmiðar eru nú í endursölu í facebookhópnum Þjóðhátíð í Eyjum. Hörður segir nokkra hafa óskað eftir endurgreiðslu á hátíðarmiðum en miðasala gangi annars sinn vanagang.

Vegna stöðunnar á faraldrinum var hátíðinni Flúðir um verzló aflýst í gær. Um helgina fara nokkrar útihátíðir fram, þar á meðal Bræðslan, Franskir dagar og Mærudagar. Hátíðunum hefur ekki verið aflýst. Þá hófst fótboltamótið Rey Cup í gær en 2.000 keppendur eru skráðir til leiks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert