Útihátíðir í hættu

Þjóðhátíð í eyjum.
Þjóðhátíð í eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að eft­ir viðburði eins og Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, þar sem þúsund­ir koma sam­an, gætu greinst hundruð eða þúsund­ir kór­ónu­veiru­smita. Hann seg­ir ekki þurfa nema einn smitaðan ein­stak­ling til þess að koma af stað ansi mik­illi út­breiðslu veirunn­ar á viðburði eins og Þjóðhátíð. 56 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær. Þórólf­ur seg­ir að til­lög­ur að sótt­varnaaðgerðum inn­an­lands séu í skoðun.

80 reyna að losa sig við miða

Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar, seg­ir nefnd­ina ennþá stefna að því að halda eðli­lega Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina þrátt fyr­ir upp­sveiflu í far­aldr­in­um. Um 80 hátíðarmiðar eru nú í end­ur­sölu í face­book­hópn­um Þjóðhátíð í Eyj­um. Hörður seg­ir nokkra hafa óskað eft­ir end­ur­greiðslu á hátíðarmiðum en miðasala gangi ann­ars sinn vana­gang.

Vegna stöðunn­ar á far­aldr­in­um var hátíðinni Flúðir um verzló af­lýst í gær. Um helg­ina fara nokkr­ar úti­hátíðir fram, þar á meðal Bræðslan, Fransk­ir dag­ar og Mæru­dag­ar. Hátíðunum hef­ur ekki verið af­lýst. Þá hófst fót­bolta­mótið Rey Cup í gær en 2.000 kepp­end­ur eru skráðir til leiks.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert