Eins og mbl.is greindi frá í morgun mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á Egilsstöðum síðdegis í dag. Til umræðu verður minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til að gripið verði að nýju til aðgerða innanlands til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar.
Sú ákvörðun að halda fundinn á Egilsstöðum kom mörgum í opna skjöldu eins og mátt hefur sjá á viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlum.
Bergsteinn Sigurðsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, getur sér til um dagskrá fundarins.
Ríkisstjórnin kynnir sóttvarnaraðgerðir kl. 16 á Egilsstöðum. Skilaboðin verða líklega ekki: forðist fjölmenna staði og óþarfa ferðalög.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) July 23, 2021
Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, tekur í sama streng.
Fleiri gera athugasemdir við ákvörðunina:
Af hverju í ósköpunum þarf ríkisstjórnin að hittast á Egilsstöðum? Hefði ekki einn zoom fundur í gær dugað? Höfum við bara ekkert lært eftir allan þennan tíma?
— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) July 23, 2021
Þetta er svo mikil tímaskekkja!
Spilum á samvisku Landspítalastarfsfólk og látum að drífa sig heim úr sumarfríi en ríkisstjórnin heldur sinn fund á Egilsstöðum svo þau geti bara haldið áfram að njóta 😘
— Þórunn Jakobs 🇵🇸 (@torunnjakobs) July 23, 2021
Á meðan við bíðum eftir að ríkisstjórnin taki niður fellihýsi og fortjöld til að geta hist í Valaskjálf á fundi (enda ekki hægt að halda fundi án þess að fólk mylji sandköku í stól næsta manns) skulum við njóta þessarar krúttlegu myndar af þeim félögum ÓRG og Caine á leið í partí pic.twitter.com/aEYhI8wfEb
— Helgi Seljan (@helgiseljan) July 23, 2021
Ritstjóri Kjarnans bendir svo á þekkta staðreynd innan fjölmiðlaheimsins:
Eftir kl. 16 á föst er þekkt sem Bermúda-þríhyrningur frétta. Það tíðkast að setja út óþægileg mál þá í von um að þau veki sem minnsta athygli og að helgarvaktir miðla séu of undirmannaðar til að gera eitthvað almennilegt. Ekki viss um að það takist nú. https://t.co/63zNiTp3IR
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 23, 2021