Liðsfélagar Gylfa vilji að hann verði nafngreindur

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Leik­menn Evert­on hafa kallað eft­ir því að liðsfé­lagi þeirra sem sakaður hef­ur verið um brot gegn barni og heim­ild­ir mbl.is herma að sé Gylfi Sig­urðsson, verði nafn­greind­ur af fé­lag­inu. 

Frá þessu greina miðlarn­ir Mirr­or og The Sun

mbl.is greindi frá því á þriðju­dag að Gylfi hefði verið hand­tek­inn grunaður um brot gegn barni. Hann hafi síðan verið lát­inn laus gegn trygg­ingu og að hús­leit hafi verið gerð heima hjá hon­um fyrr í mánuðinum. Sam­kvæmt götu­blöðunum The Sun og Daily Mail dvel­ur Gylfi nú í skjól­húsi með sól­ar­hrings­gæslu. 

Þá greindi The At­hletic frá því að Fabien Delph, liðsfé­lagi Gylfa hjá Evert­on, sé öskuill­ur yfir því að fé­lagið hafi ekki greint frá því með skil­merki­legri hætti að hann væri ekki leikmaður­inn sem hefði verið hand­tek­inn vegna gruns um brot gegn ólögráða ein­stak­lingi. 

Delph og Gylfi eru einu 31 árs leik­menn liðsins en í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Manchester var greint frá því að sá grunaði væri 31 árs og kvænt­ur. Hvor­ug­ur þeirra flaug með liðinu til Banda­ríkj­anna á æf­inga­mót í síðustu viku en Evert­on hef­ur þegar greint frá því að Delph hafi verið í sótt­kví fyr­ir brott­för.

Sím­inn hætti ekki að hringja 

Gylfi hef­ur ekki verið nafn­greind­ur af bresk­um fjöl­miðlum af laga­leg­um ástæðum. 

Nú grein­ir The Sun frá því að ein­hverj­ir leik­menn Evert­on hafi farið þess á leit að stjórn­end­ur fé­lags­ins bindi enda á orðróm í kring­um fé­lagið með því að nafn­greina Gylfa. 

Leik­mönn­un­um hafi enn frem­ur verið bannað að hafa sam­band við Gylfa og að spenn­an inn­an liðsins fari vax­andi. Einn leikmaður á að hafa „verið brjálaður yfir því að hafa fengið fimm sím­töl“ frá Gylfa. Leik­menn­irn­ir séu ekki ánægðir með að hafa verið dregn­ir inn í málið. 

„Reynd­ir leik­menn Evert­on hafa fengið sím­töl nótt sem dag frá öðrum stjörn­um ensku úr­valds­deild­ar­inn­ar sem vilja upp­lýs­ing­ar,“ hef­ur The Sun eft­ir heim­ilda­manni sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka