Ráðherrar fljúga til fundarins

Ráðherrarnir tveir á Reykjavíkurflugvelli, ef til vill með minnisblað Þórólfs …
Ráðherrarnir tveir á Reykjavíkurflugvelli, ef til vill með minnisblað Þórólfs í tvíriti. mbl.is/Unnur Karen

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar búa sig nú til fundar á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, þar sem rætt verður um tillögur sóttvarnalæknis um að gripið verði að nýju til aðgerða inn­an­lands til að hamla út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Þar sem fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum ákváðu í það minnsta tveir ráðherrar að fljúga þangað frá höfuðborginni.

Vélin flýgur rakleiðis til Egilsstaða, þar sem Hótel Valaskjálf bíður.
Vélin flýgur rakleiðis til Egilsstaða, þar sem Hótel Valaskjálf bíður. mbl.is/Unnur Karen

Fundurinn hefst klukkan 16

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sátu og báru saman bækur sínar á Reykjavíkurflugvelli nú eftir hádegi þegar ljósmyndari mbl.is leit þar við.

Þær stigu svo upp í flugvél Eagle Air sem flytur þær á fundinn sem landsmenn bíða eftir.

Gert er ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert