Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sitja í …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sitja í ríkisstjórn fyrir hönd VG. Ljósmynd/Aðsend

Ríkisstjórnin fundar í dag um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum innanlands. 

Þórólfur greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna í gær að hann hygðist skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar innanlands. 

78 greindust með kórónuveiruna í fyrradag og voru aðeins 19 í sóttkví. 

Landspítalinn var í gærkvöldi færður á hættustig vegna stöðunnar. Á þriðja hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun eða sóttkví. 

Ríkisstjórnin var ekki einhuga um aðgerðir á landamærunum sem kynntar voru á mánudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert