Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi á morgun, sunnudaginn 25. júlí. Samkvæmt reglugerðinni verður grímuskylda í gildi ef viðskiptavinir eða starfsmenn hjá Strætó geta ekki tryggt eins metra fjarlægðarmörk um borð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og jafnframt:
Þessar takmarkanir eru í gildi til 13. ágúst 2021.