Hvar á að bera grímu?

Til dæmis gildir grímuskylda á hárgreiðslustofum.
Til dæmis gildir grímuskylda á hárgreiðslustofum. mbl.is/Árni Sæberg

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti sem m.a. gera ráð fyrir grímuskyldu. En hvar þarf fólk að bera andlitsgrímu? 

Í reglugerð heilbrigðisráðherra er sagt að andlitsgrímur skuli nota þar sem húsnæði er illa loftræst eða ekki unnt að tryggja nálægðartakmörk. 

Þetta á til dæmis við í tilvikum eftirfarandi starfsemi, þó eingöngu ef þar er ekki hægt að tryggja nálægðartakmörk eða illa er loftræst:

  • Almenningssamgöngum 
  • Verslunum 
  • Leigubílum
  • Hópbifreiðum
  • Hárgreiðslu-, snyrti-, nudd- og húðflúrstofum 
  • Heilbrigðisþjónustu
  • Söfnum
  • Innanlandsflugi 
  • Verklegu ökunámi og flugnámi 
  • Hundasnyrtistofum 
  • Sólbaðsstofum
  • Annarri sambærilegri starfsemi

Hér má lesa reglugerð heilbrigðisráðherra. Hún tekur gildi á miðnætti og gildir til og með 13. ágúst. 

Fréttin hefur verið uppfærð og það ítrekað að grímuskylda á einungis við í þeirri starfsemi sem um ræðir ef ekki er hægt að halda eins metra nálægðartakmörkum eða húsnæðið sem starfsemin fer fram í er illa loftræst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert