Öllum hindrunum við Teigskóg rutt úr vegi

Þverun. Brúin sem lögð verður yfir Þorskafjörð verður 260 metra …
Þverun. Brúin sem lögð verður yfir Þorskafjörð verður 260 metra löng Tölvuteikning/Vegagerðin

Vegagerðin hefur náð samkomulagi við landeigendur Grafar í Þorskafirði um veglagningu í landi þeirra.

Miklar deilur hafa staðið um vegagerð á svæðinu sem ætlað er að liggja í gegnum hinn svokallaða Teigskóg í landi Grafar. Hafa þær lotið að umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda.

„Við endurupptöku málsins nú síðustu ár hefur í allri hönnun verið lögð höfuðáhersla á að leita leiða til þess að lágmarka þau áhrif eins og nokkur kostur er,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Síðasta sumar hófust framkvæmdir við endurbyggingu Vestfjarðavegar frá Skálanesi í Gufudal og lýkur þeirri framkvæmd senn. Felur hún m.a. í sér að 5 kílómetra kafli verður lagður bundnu slitlagi. Í vor hófust svo framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum og felst hún m.a. í byggingu 260 metra langrar brúar. Eru verklok við þverunina áætluð 2024.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka