Óttast holskeflu innlagna

Már Kristjánsson.
Már Kristjánsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

408 ein­stak­ling­ar eru und­ir eft­ir­liti Covid-göngu­deild­ar Land­spít­al­ans. Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar spít­al­ans, staðfesti í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöld að af þeim væru 18 gul­merkt­ir en eng­inn rauðmerkt­ur.

Sam­kvæmt litakóða spít­al­ans telj­ast þeir græn­merkt­ir í kerf­um hans sem hafa væg eða eng­in ein­kenni kór­ónu­veirunn­ar þrátt fyr­ir smit. Þeir sem eru gul­merkt­ir hafa auk­in ein­kenni og rauðmerkt­ir eru með al­var­legri ein­kenni, s.s. mik­il andþyngsli og háan hita.

Hafði staðan á list­an­um breyst tals­vert þegar leið á kvöldið miðað við há­degið í gær. Þá voru 369 manns á list­an­um. Þar af voru 358 græn­merkt­ir, 10 gul­merkt­ir og einn rauðmerkt­ur. Auk þeirra 408 sem eru und­ir eft­ir­liti göngu­deild­ar­inn­ar liggja þrír sjúk­ling­ar mikið veik­ir á Land­spít­al­an­um.

Eng­inn í önd­un­ar­vél

Aðspurður seg­ir Már að eng­inn hinna þriggja hafi þurft á aðstoð önd­un­ar­vél­ar að halda. Þeir séu með lungna­sýk­ing­ar og fái m.a. súr­efni til þess að tak­ast á við veik­indi sín. Már seg­ir spít­al­ann í þröngri stöðu í aðstæðum eins og þeim sem nú hafi skap­ast. Þótt starfs­menn hans ráði við aðstæður á þess­um tíma­punkti séu þær fljót­ar að breyt­ast. Veld­is­vöxt­ur í grein­ingu smita geti breytt stöðunni mjög hratt og dregið úr getu spít­al­ans til þess að sinna öðrum aðkallandi verk­efn­um sem ekki hverfi á braut þótt far­ald­ur­inn nái sér á strik að nýju.

Már seg­ir að tíðni smita meðal bólu­settra hafi verið meiri en bú­ist hefði verið við. Bólu­sett starfs­fólk geti til að mynda borið veiruna inn á spít­al­ann.

„Þá er það allt í einu orðin ör­ygg­is­ógn við okk­ar starf­semi, ef fólk er með smit inni á spít­al­an­um. Ekki það að við höf­um ekki mikl­ar áhyggj­ur af ungu fólki í sjálfu sér, nema sem far­ar­tæki fyr­ir veiruna í þá sem eru veik­ir og lasb­urða. Það er í raun­inni áskor­un­in,“ seg­ir Már.

Óvissa um fjölda smita

Hann bend­ir þó á að enn sem stend­ur séu lang­flest­ir ein­kenna­litl­ir af völd­um veirunn­ar og tals­vert sé um að fólk sé ein­kenna­laust.

„Flest­ir sem grein­ast eru að koma í ein­kenna­sýna­tök­ur og sýna því ein­hver ein­kenni en svo er hóp­ur sem er kallaður í sýna­töku vegna ein­hverra tengsla við sýkta ein­stak­linga og þar grein­ist fólk sem finn­ur ekki fyr­ir neinu.“

Már seg­ir með öllu óljóst hversu út­breitt smitið er í sam­fé­lag­inu. Það viti ein­fald­lega eng­inn.

„Ný rann­sókn frá Ísra­el bend­ir til þess að 20% sýktra séu ein­kenna­laus og ef það er reynd­in þá erum við senni­lega með tals­vert af sýkt­um ein­stak­ling­um úti í sam­fé­lag­inu.“

49.200 lokið sótt­kví

Sam­kvæmt töl­um sem birt­ar voru á vefsíðu al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í gær voru 1.043 í sótt­kví í land­inu og 1.234 í skimun­ar­sótt­kví. 371 sætti ein­angr­un og 76 höfðu greinst með kór­ónu­veiruna dag­inn áður. Nú hafa 7.054 smit verið staðfest hér á landi og 49.200 manns lokið sótt­kví frá því far­ald­ur­inn hóf inn­reið sína í ís­lenskt sam­fé­lag í fe­brú­ar 2020.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert