Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir boðaðar takmarkanir innanlands vægari en hefði mátt búast við.
„Við sjáum svo sem ekki fram á nein gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna nema helst veitingarekstur og náttúrlega viðburði og þess háttar sem eru planaðir á næstu vikum, en fyrst það var ekki farið í harðari takmarkanir á landamærum þá eru áhrifin á ferðaþjónustuna svona samtals í vægari kantinum,“ sagði Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurð segir Bjarnheiður að takmarkanirnar hefðu getað reynst erfiðari fyrir ferðaþjónustuna, til dæmis ef að fjöldatakmarkanir hefðu farið neðar. En frá og með miðnætti í kvöld mega einungis 200 manns koma saman.
Bjarnheiður bendir þó á að hún viti ekki enn hvernig eins metra reglan verði útfærð og hvaða áhrif hún komi til með að hafa á hópferðir.