88 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 34 hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu en hinir 54 voru utan sóttkvíar. 71 þeirra sem greindust voru bólusettir, 14 óbólusettir og tveir hálfbólusettir.
Enn eru fjórir á sjúkrahúsi veikir af Covid-19.
Eitt smit greindist við landamærin í gær en ekki er vitað hvort um virkt smit sé að ræða. Mótefnamælingar er því beðið en viðkomandi er bólusettur.
Nýgengi smita innanlands sl. 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 135.
Ívið færri sýni voru tekin í gær en dagana þar á undan eða hátt í 3.500. Þá hefur hlutfall jákvæðra sýna ekki verið hærra síðan í mars. Hlutfall jákvæðra sýna í gær var 4,58%.
548 eru nú í einangrun og 1.635 í sóttkví, þeim fjölgar um tæplega 400 á milli daga.