Eldgosið farið að minna á sig

Gosið er í fullum gangi um þessar mundir og vellur …
Gosið er í fullum gangi um þessar mundir og vellur upp úr gígbörmunum. mbl.is/Skjáskot af vefmyndavél mbl.is

Mikill gangur er nú í eldgosinu í Geldingadölum að því er sjá má á vefmyndavél mbl.is, þótt krafturinn í gosinu mælist mun minni nú en áður. 

Gríðarlegur gangur var í gosinu í nótt fram undir þrjú að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur náttúruvársérfræðings. 

„Við sáum meira að segja góðan bjarma og jafnvel strók eða glóð úti á Reykjanesinu. Síðan datt þetta aðeins niður,“ segir hún og bætir við að gosið sé þó í góðum gír núna og hraun renni ofan í Meradali.

Áður rann hraun einnig í Nátthaga en meðalhraunrennsli hefur farið lækkandi og er aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert