Heil útskriftarferð í sóttkví

Flensborgarskóli í Hafnarfirði.
Flensborgarskóli í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir nemendur Flensborgarskólans sem gerðu sér ferð til Krítar til að fagna útskrift úr menntaskóla eru nú komnir í sóttkví. 30 nemendur greindust smitaðir af Covid-19 við komuna til landsins en allir samferðamenn þeirra í vélinni eru komnir í sóttkví.

DV greindi fyrst frá.

Víðtæk skimun í dag

Margir nemendur fóru í skimun í dag svo tala smitaðra gæti hækkað töluvert í kvöld og á morgun.

Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, sagðist þekkja til málsins þótt ferðin hafi ekki verið á vegum skólans. Flestir nemendur ferðarinnar útskrifuðust í vor.

Hún sagðist þegar hafa sent batakveðjur á ferðalanganna sem nú dúsa í sóttkví: „Ég bað einn nemanda að koma því til skila við hina.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert