40 manns, sem komu til landsins í sömu flugvél frá grísku eyjunni Krít í síðustu viku, hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.
Í vélinni voru útskriftarnemendur frá Flensborgarskólanum en að minnsta kosti 30 þeirra smituðust. Ekki er vitað hversu margir hinna 10 sem nú hafa greinst voru í útskriftarhópnum, en með þeim í flugvélinni til Íslands voru einnig einstaklingar sem tengdust ekki hópnum.
Í samtali við mbl.is í gær sagðist skólameistari Flensborgarskólans þekkja til málsins þótt ferðin hafi ekki verið á vegum skólans. Flestir nemendur ferðarinnar útskrifuðust í vor.