71 smit greindist innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 32 voru í sóttkví við greiningu og 39 utan sóttkvíar.
Alls eru nú 612 í einangrun og 1.805 í sóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, en þeir voru fjórir um helgina.
Ekkert smit greindist á landamærunum í gær.
Í gær greindist 61 smit við einkennasýnatöku og tíu smit við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust í gær voru 53 fullbólusettir, bólusetning var hafin hjá einum og 16 voru óbólusettir.
Alls voru 1.567 sýni tekin við einkennasýnatöku í gær. 500 sýni voru tekin við landamæraskimun og 799 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir.
Í fyrradag greindust 88 smit innanlands og voru 34 í sóttkví við greiningu.
Fréttin hefur verið uppfærð.