Einn enn lagður inn með Covid-19

Þrír eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19.
Þrír eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19. Þeir voru tveir í gær, samkvæmt tölum á covid.is. 608 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 62 börn. 13 starfsmenn eru í einangrun, 27 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 244 starfsmenn. Þeim mun fjölga nokkuð í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Þar segir að um helgina hafi komið upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum spítalans.

„Rakning er langt komin, enginn grunur er um smit út frá þessum smitum enn þá en nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga fer í sóttkví, annars vegar sóttkví A og hins vegar vinnusóttkví. Einnig er skimað í kringum þessi smit að venju.“

Þar er áréttað að sjúklingar sem leggjast inn/fara í aðgerðir eða önnur inngrip og eru nýkomnir yfir landamæri (bólusettir innan 5 daga og óbólusettir innan 7 daga) eiga að fara í sóttkví. Taka á sýni við innlögn og á 5. eða 7. degi eftir atvikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert